Arktúrus

Arktúrus

Venjulegt verð 1.600 kr 0 kr Einingaverð á

 

Amazon

 

Dag einn dregst Grímur inn í framandi atburðarás. Honum býðst að ferðast yfir óravíddir alheimsins til plánetunnar Raunar sem hringsólar í kringum tvístirnið Arktúrus. Þegar þangað er komið reikar hann um rauðar eyðimerkur, dökk klettabelti og hálf skyni gædd höf. Leiddur áfram af seiðmögnuðum trumbuslætti kemst hann í kynni við margslungna náttúru reikistjörnunnar og smátt og smátt rennur upp fyrir honum að ferðalagið sjálft býr yfir sínum eigin kynngimagnaða tilgangi — sem endar á ógleymanlegri opinberun.

Arktúrus er tímalaust brautryðjendaverk sem snertir á dýpstu rökum tilverunnar. Saga sem á fáa sína líka og hefur verið titluð ein merkasta neðanjarðarskáldsaga tuttugustu aldar.



  • Form: Rafbók
  • Útgáfuár: 2021
  • Höfundur: David Lindsay